Umsóknarfrestur um styrki til tónleikahalds í Hörpu til ársloka 2021 rann út 12. apríl. Alls bárust 24 umsóknir. Tilkynnt verður um úthlutun 30. apríl.
Auglýst eftir umsóknum fyrir tónleika í Hörpu á árinu 2021
Stjórn Styrktarsjóðsins auglýsir eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu frá maí til desember 2021.
Styrkir til tónleikahalds árið 2021 verða auglýstir í mars.
Vegna kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, í samráði við forstjóra Hörpu, að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds á árinu 2021, fyrr en í mars. Enn er 24 styrktum verkefnum fyrir síðasta ár, ólokið. Það er von okkar að þau geti nú farið að raungerast og Harpa geti aftur iðað af lífi og …
Úthlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúar 2021
Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram föstudaginn 17. júlí. Alls bárust 33 umsóknir og veittir voru 16 styrkir til tónleikahalds á næstu 6 mánuðum. Þetta var sérstök úthlutun sjóðsins til að styðja tónleikahald í Hörpu og tónlistarfólk á þessum erfiðu tímum vegna kóróunveirunnar. Ólafur Arnalds Ólafur flytur efni af nýrri plötu, ásamt strengjakvartett og …
Umsóknarfresti lauk 1. júlí 2020
Umsóknarfrestur til að sækja um í sérstaka úthlutun Styrktarsjóðs samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns rann út á miðnætti 1. júlí 2020. Alls bárust 33 umsóknir. Stjórn sjóðsins þakkar fyrir svo góð viðbrögð við þessari úthlutun til verkefna í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúarloka 2021. Tilkynnt verður um styrkþega um miðjan júlí.
Óskað er eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds í Hörpu
Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn. Þessi úthlutun er ætluð til að styrkja tónlistarfólk og hópa til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu 1. ágúst til 31. janúar 2021. Umsóknarfrestur er til kl. 24.00 miðvikudaginn 1. júlí 2020. Tilkynnt verður um úthlutun 15. júlí. Umsóknarferli fyrir tónlistarverkefni í Hörpu árið 2021 verður auglýst …
Níunda úthlutun Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns
Níunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram 16. desember 2019 í Björtuloftum Hörpu. Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2020, alls að upphæð kr. 6.900.000.- Umsóknir voru alls 31, og úthlutað var til 16 verkefna. Styrkþegar ársins eru: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó Ljóðatónleikar og myndbandsverk í Norðurljósum Efnisskrá m.a. …
Umsóknarfrestur rann út 4. nóvember.
Umsóknarfrestur rann út 4. nóvember. Bestu þakkir fyrir umsókninar sem bárust. Tilkynnt verður um úthlutun og styrkþega innan skamms.