Úthlutanir

Úthlutun 2019
Níunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram

16. desember 2019 í Björtuloftum Hörpu.

Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2020, alls að upphæð kr. 6.900.000.-

Umsóknir voru alls 31, og úthlutað var til 16 verkefna.

Styrkþegar ársins eru:

 • Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó
  • Ljóðatónleikar og myndbandsverk í Norðurljósum
  • Efnisskrá m.a. ljóðaflokkurinn Apparition e. George Crumb og frumflutt ljóð eftir Þuríði Jónsdóttur
 • Árni Heimir Ingólfsson, piano, Ari Vilhjálmsson, fiðla, o.fl.
  • Klassískir kammertónleikar Norðurljósum með verkum eftir hinsegin tónskáld í á Hinsegin dögum
 • Kammersveitin Elja Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason
  • Jólatónleikar í Norðurljósum
  • Efnisskrá m.a. frumflutningur verks eftir C.Balvig og 7. sinfónía Beethovens.
 • Eva Þyrí Hilmarsdóttir, pianoleikari, Jónas Ingimundarson og fleiri pianoleikarar og söngvarar
  • Draumalandið, söngveisla með íslenska einsöngslaginu í Eldborg
 • Guido Bäumer, saxófónn og Aladar Rácz, piano, Duo Ultima
  • Dances and Delight, tónlist fyrir saxófón og piano
 • Gyða Valtýsdóttir ásamt fjölda tónlistarmanna
  • Epicycle I & II, útgáfutónleikar í Norðurljósum
 • Halldór Smárason, tónskáld
  • Útgáfutónleikar í Kaldalóni, flytjendur m.a. Strokkvartettinn Siggi, Gunnlaugur BJörnsson, gítar.
 • Ingi Bjarni Skúlason, tónskáld ásamt kvintett.
  • Tenging, tónleikar í Kaldalóni með nýjum verkum og efnisskrá af plötunni Tenging
 • Leifur Gunnarsson tónskáld og bassaleikari ásamt Sunnu Gunnlaugsdóttur, piano og Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur, söngkonu.
  • Jazz er hrekkur – tónlistardagskrá í Kaldalóni fyrir alla fjölskylduna. Lögin eru tengd Hrekkjavöku.
 • Sinfóníuhljómsveit áhugamanna – Páll Einarsson og Oliver Kentish
  • 30 ára afmælistónleikar í Eldborg með fjölbreyttri dagskrá. Einleikarar verða sigurvegarar Nótunnar og kórar syngja með hljómsveitinni.
 • Saga Borgarættarinnar – Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri
  • Tónleikar í Eldborg með nýrri tónlist við bíómyndina, eftir Þórð Magnússon.
  • Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur. Stjórnandi: Petri Sakari.
 • Töframáttur triosins
  • Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló, Jane Ade Sutarjo, piano.
  • Tónleikar í Norðurljósum með efnisskrá eftir Hafliða Hallgrímsson, Beethoven og Mendelssohn.
 • Pétur Grétarsson og Brynhildur Guðjónsdóttir
  • Dagskrá í Kaldalóni með Völuspá, tónlist Péturs og spuna flytjenda
 • Jazzklúbburinn Múlinn – tónleikadagskrá ársins 2020
 • Kammersveit Reykjavíkur – tónleikadagskrá ársins 2020
 • Stórsveit Reykjavíkur – tónleikardagskrá ársins 2020

Úthlutun 2018

Áttunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram 18. janúar 2019 í Björtuloftum Hörpu.

Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2019, alls að upphæð kr. 6.000.000.-

Umsóknir voru alls 28, og úthlutað var til 15 verkefna.

Styrkþegar ársins eru:

 • Arngunnur Árnadóttir, klarinettuleikari – einleikstónleikar í Norðurljósum
 • Barokkbandið Brák – barokktónleikar í Norðurljósum
 • Benedikt Kristjánsson, tenór – einsöngstónleikar í Norðurljósum
 • Kammerhópurinn Camerartica – kammertónleikar í Norðurljósum
 • Cauda Collective kammerhópur – tónleikar í Kaldalóni
 • Helen V. C. Whitaker flautuleikari – verk eftir 20. og 21. aldar kventónskáld í Kaldalóni
 • Lúðrasveitin Svanur – kvikmyndatónleikar í Kaldalóni
 • New Music for Strings, tónlistarhátíð – tónleikar í Norðurljósum
 • Tríó Nordica – tónleikar í Norðurljósum
 • Tríó Sírajón – tónleikar í Norðurljósum
 • Stirni Ensemble – tvennir tónleikar í Norðurljósum
 • Reykjavík Midsummer Music Festival – tónlistarhátíð í Hörpu
 • Jazzklúbburinn Múlinn -otónleikadagskrá ársins 2019
 • Kammersveit Reykjavíkur – tónleikadagskrá ársins 2019
 • Stórsveit Reykjavíkur – tónleikardagskrá ársins 2019

 

Úthlutun 2017

Sjöunda úthlutun Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns

Sjöunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram 11. janúar í Hörpu.

Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2018, alls að upphæð kr. 4.100.000.-

Umsóknir voru alls 47, og úthlutað var til 10 verkefna.

Styrkþegar ársins eru

 • Barokkbandið Brák – tvennir tónleikar í Norðurljósum
 • Einar Scheving – tónleikar í Eldborg
 • Elecktra Ensemble – 10 ára afmæli, tvennir tónleikar
 • Hallveig Rúnarsdóttir og kammersveit – tónleikar í Norðurljósum
 • Lúðrasveitin Svanur – kvikmyndatónleikar í Eldborg
 • Stirni Ensemble – tvennir tónleikar í Norðurljósum
 • Strokkvartettinn Siggi – tvennir tónleikar í Norðurljósum
 • Jazzklúbburinn Múlinn – tónleikadagskrá ársins 2018
 • Kammersveit Reykjavíkur – tónleikadagskrá ársins 2018
 • Stórsveit Reykjavíkur – tónleikardagskrá ársins 2018

 

Úthlutun 2016

Sjötta úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram 3. febrúar í Hörpu.

Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2017, alls að upphæð kr. 4.500.000.-

Umsóknir voru alls 19, og úthlutað var til 9 verkefna.

Styrkþegar ársins eru:

 • Stórsveit Reykjavíkur – 25. ára afmælisdagskrá
 • Reykjavík Midsommer Music 2017
 • Les Freres Stefson – Hiphop tónleikar í Hörpu
 • Kammersveit Reykjavíkur – þrennir tónleikar í Norðurljósum
 • Barokkbandið Brák – tvennir tónleikar í Norðurljósum
 • Jazzklúbburinn Múlinn – 35 – 40 tónleikar í Hörpu 2017
 • Skólahljómsveit Kópavogs – 50. ára afmælistónleikar
 • Kammermúsíkklúbburinn – 60. ára afmælistónleikar
 • Blásaraoktettinn Hnúkaþeyr – tónleikar með verkum eftir íslensk tónskáld

 

Úthlutun 2015

Fimmta úthlutun Til tónleikahalds árið 2016

 • Reykjavík Midsommer Music 2016 – forsvarsmaður: Víkingur Heiðar Ólafsson
 • Kammersveit Reykjavíkur – forsvarsmaður Rut Ingólfsdóttir
 • Jazzklúbburinn Múlinn – forsvarsmaður: Ólafur Jónsson
 • Kammermúsíkklúbburinn – forsvarsmaður: Helgi Hafliðason
 • Innrás úr Austri – hljómsveitir og tónlistarmenn frá Austfjörðum, forsvarsmaður: Jón Hilmar Kárason

 

Úthlutun 2014

Fjórða úthlutun. Til tónleikahalds árið 2015

 • Borealis Big Band – tónlistarstjóri Samúel Jón Samúelsson, forsvarsmaður Þórunn Sigurðardóttir
 • Spíttbátur – Stockhausen – forsvarsmaður Bjarni Frímann Bjarnason
 • Jazztríóið Hot Eskimos – tónleikar ásamt Nils Landgren – forsvarsmaður Jón Rafnsson
 • Loftkastali – flutningur á verkum tónskáldins Helga Rafns Ingvarssonar

 

Úthlutun 2013

Þriðja úthlutun til tónleikahalds árið 2014

 • Tónlist án landamæra – tónleikar tileinkaðir minningu Karls Sighvatssonar tónlistarmanns
 • Reykjavík Midsummer Music – alþjóðleg tónlistarhátíð haldin árlega í Hörpu undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar.
 • Jazzhátíð í Reykjavík- undir stjórn Péturs Grétarssonar
 • Stórsveit Reykjavíkur – tónleikaröð sveitarinnar í Hörpu
 • Podium festival 2014- kammertónlistarhátíð haldin í þriðja sinn árið 2014

 

Úthlutun 2012

Önnur úthlutun til tónleikahalds 2013

 • Hugi Guðmundsson : Solar 5
 • Stórsveit Reykjavíkur :Starfsár
 • Kammermúsikklúbburinn :Starfsár

Solar 5 eftir Huga Guðmundsson byggir m.a. á svokölluðum quasikristöllum sem liggja til grundvallar einingum glerhjúps Ólafs Elíassonar og er innblásið af myndrænum formum. Verkefnið er sérstaklega hugsað með Hörpu í huga og þá möguleika sem húsið hefur upp á að bjóða sem tónlistarhús.

Stórsveitin hefur nýverið flutt starfsár sitt inn í Hörpu og mun hefja sitt fyrsta starfsár þar nú í ár.

Sömuleiðis verður Kammermúsikklúbburinn eftirleiðis með tónleikaröð sína í Hörpu.

Úthlutanir 2011

Fyrsta úthlutun til tónleikahalds árið 2012

 • Víkingur Heiðar Ólafsson og Midsummer Music
 • Elfa Rún Kristinsdóttir og Solistenensemble KALEIDOSKOP
 • Hrafnkell Orri Egilsson og tónleikar með tónlist Antonio Carlos Jobim

Tónlistarhátíðin Reykjavík Midsummer Music fór fram dagana 17. 18. and 19. júní 2012.

Hátíðin tókst einstaklega vel í alla staði.

Flytjendur voru þau Einar Jóhannesson, Stefán Jón Bernharðsson Wilkinson, Megas, Sigrún Eðvaldsdóttir, Víkingur Heiðar Ólafsson, Ari Þór Vilhjálmsson, Þórunn Ósk Marinósdóttir, Bryndís Halla Gylfadóttir, Sigurgeir Agnarsson, Hávarður Tryggvason og Ástríður Alda Sigurðardóttir.

Flutt voru verk eftir Maurice Ravel, Johannes Brahms, Þorkell Sigurbjörnsson, Jón Nordal, Þórður Magnússon, Thomas Adés, Olivier Messiaen, Sergei Prokofiev, Megas, György Ligeti og Daníel Bjarnason.

Listrænn stjórnandi Víkingur Heiðar Ólafsson

Elfa Rún Kristinsdóttir mun leiða Solistenensemble KALEIDOSKOP á tvennum tónleikum í Hörpu. Solistenensemble Kaleidoskop hefur undanfarin ár haslað sér völl í Evrópu sem framúrstefnuleg strengjasveit og brotið upp hið hefðbundna tónleikaform með sviðsettum tónleikum ásamt að vinna náið með listamönnum annara listgreina. Fyrri tónleikarnir, Hardcore, fara fram í Norðurljósum og eru sviðsettir af frönsku listakonunni Aliénor Dauchez. Þar kynnir Kaleidoskop sinn innsta kjarna, bæði hvað varðar tónlistarval og hljóðfæraskipan. Áheyrendur eru staðsettir í miðju salarins en hljóðfæraleikararnir flytja verkin á hinum og þessum stöðum í salnum. Seinni tónleikarnir verða haldnir í Eldborg og spannar efnisskráin allt frá barokktónlist til tónlistar 20. og 21. aldar. Sólistar á tónleikunum eru Elfa Rún Kristinsdóttir fiðluleikari og Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona en einnig mun stjórnandinn Daníel Bjarnason koma fram.