Stuðningsaðilar

Frá því að Samtökin um Tónlistarhús voru stofnuð árið 1983 hafa um þúsundir íslendinga styrkt málefnið. Mest voru um 10.000 styrktarmeðlimir á tímabili.

Í ágúst 2011 var samtökunum formlega slitið og var stuðningsaðilum þeirra þakkað framlagið á sérstökum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu þar sem fyrsta úthlutun fór fram úr Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns.

Um leið voru stuðningsaðilar spurðir hvort þeir hefðu hug á að styrkja Styrktarsjóðinn í framtíðinni.

Um 600 manns eru nú á styrktarlista Styrktarsjóðsins. Styrktaraðild að sjóðnum er framkvæmd þannig að greidd er mánaðarlega upphæð að eigin vali á greiðslukort.

Styrktaraðilar njóta sérstakra fríðinda, meðal annars afsláttar á þá tónleika sem sjóðurinn styrkir.

Hægt er að gerast styrktaraðili með því að senda póst á netfangið styrktarsjodursut@styrktarsjodursut.is