Stuðningsaðilar

Frá því að Samtökin um Tónlistarhús voru stofnuð árið 1983 hafa um þúsundir íslendinga styrkt málefnið. Mest voru um 10.000 styrktarmeðlimir á tímabili.

Í ágúst 2011 var samtökunum formlega slitið og var stuðningsaðilum þeirra þakkað framlagið á sérstökum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu þar sem fyrsta úthlutun fór fram úr Styrktarsjóði SUT og Ruthar Hermanns.

Um leið voru stuðningsaðilar spurðir hvort þeir hefðu hug á að styrkja Styrktarsjóðinn í framtíðinni.

Um 600 manns gerðust styrktaraðilar sjóðsins. Styrktaraðild að sjóðnum var framkvæmd þannig að greidd var mánaðarlega upphæð að eigin vali á greiðslukort.
Styrktaraðilum fækkaði með árunum og vegna breytinga á greiðslukerfi þjónustuaðila sjóðsins varð að breyta öllu fyrirkomulagi innheimtunnar árið 2018. Vorið 2022 lagði þjónustuaðilinn greiðslukerfið niður þannig að ekki var lengur hægt að bjóða upp á styrktaraðild.
Stjórn Styrktarsjóðs samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns þakkar þeim fjölmörgu sem studdu sjóðinn í þessi ár. Framlagið og sá vinarhugur sem birtist gegnum stuðninginn hefur verið ómetanlegt.
Skráð í desember 2022.