Úthlutunarreglur

Úthlutunarreglur styrktarsjóðs SUT og Ruthar Hermanns

 1. Tilgangur styrkjanna er að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs með því að veita tónlistarfólki styrki til tónleikahalds í tónlistarhúsinu Hörpu. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ungt og framúrskarandi tónlistarfólk.
 2. Umsækjendur geta verið m.a. einstaklingar, tónlistarhópar, tónlistarhátíðir, hljómsveitir og félagasamtök.
 3. Sjóðurinn leggur áherslu á eftirfarandi atriði við mat umsókna.
  • Að verkefnið nýti þá möguleika sem Harpa býður upp á.
  • Að verkefnið sé vandað og metnaðarfullt.
 4. Umsækjandi ber fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og er heimilt að sækja um aðra styrki.
 5. Umsókninni skal fylgja greinargóð lýsing á verkefninu með verkáætlun og tímasetningum, fjárhagsáætlun svo og upplýsingum um skipuleggjendur og flytjendur.
 6. Stjórn áskilur sér rétt til að kalla eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum ef þörf krefur.
 7. Umsækjandi ber ábyrgð á því að fullnægjandi leyfi séu fyrir framkvæmd verkefnis, s.s. greiðslu STEF-gjalda og öðrum þáttum verkefnis ef þarf.
 8. Styrktarsjóður SUT og RH og styrkþegi gera með sér sérstakan samning sem m.a. kveður á um fyrirkomulag greiðslu, lokaskýrslu og uppgjör.
 9. Verkefnin skulu framkvæmd á því almannaksári sem styrkurinn er veittur til.
  Skal styrkurinn nýttur til kostnaðar sem fylgir tónleikahaldinu.
  Sjóðurinn veitir ekki rekstrarstyrki.
 10.  Uppfærð kostnaðaráætlun skal liggja fyrir þremur mánuðum fyrir tónleikadag. Stjórn sjóðsins getur endurskoðað styrkupphæð með hliðsjón af nýrri kostnaðaráætlun.
 11. Helmingur styrksins er greiddur fyrirfram samkvæmt beiðni og áfangaskýrslu, en síðari helmingur við skil greinargerðar og uppgjörs.
 12. Styrkþegi skal skila lokaskýrslu um framkvæmd og fjárhagslegt uppgjör verkefnis eigi síðar en sex vikum eftir að því lýkur.
  Sjóðurinn áskilur sér rétt til að afturkalla styrk ef umsækjandi uppfyllir ekki skuldbindingar sínar samkvæmt samningi.
 13. Umsóknir þarf að fylla út á rafrænum eyðublöðum á heimasíðu sjóðsins (www.styrktarsjodursut.is) og senda fyrir lok umsóknarfrests.
 14. Styrkþegi skal geta þess í umfjöllun og kynningarefni að verkefnið sé styrkt af sjóðnum.