Skipulagsskrá

SKIPULAGSSKRÁ fyrir Styrktarsjóð Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns

1.gr. Stofnendur. Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns. Stofnandi hans er Samtök um tónlistarhús, kt. 571083-0789.

2.gr. Framlag. . Höfuðstóll sjóðsins skal myndaður af peningum og öðrum eignum í eigu Samtaka um tónlistarhús og arfi Ruthar Hermanns og nemur upphæðin við stofnun kr. 111.816.663. Stofnfé sjóðsins er óskerðanlegt.

3.gr. Starfsemi. Tekjur sjóðsins eru: gjafir, áheit og önnur frjáls framlög til sjóðsins, rekstrarafgangur af tónleikum á vegum sjóðsins og vaxtatekjur af eignum sjóðsins. Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns telst stofnaður þegar staðfesting Sýslumannsins sýslumannsins á Sauðárkróki liggur fyrir, en tekur hann skal taka til starfa á vígsludegi Hörpu. Auglýsa skal eftir fyrstu styrkumsóknum 6 mánuðum fyrir vígsludag Hörpu.

4.gr. Tilgangur. Megintilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs með því að veita tónlistarfólki fjárhagslegan stuðning til tónleikahalds í hinu nýju nýja tónlistarhúsi, Hörpu, við Austurhöfn í Reykjavík. Sérstök áhersla verður lögð á að styrkja ungt og framúrskarandi tónlistarfólk. Sjóðsstjórn getur haft frumkvæði að einstökum úthlutunum. Jafnframt er sjóðsstjórn heimilt að veita styrki sem renna til verkefna er tengjast Hörpu, eins og t.a.m. tónlistarverkefnum sem eru á dagskrá .

5.gr. Heimili. Heimilisfang og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík.

6.gr. Ábyrgð. Sjóðurinn ber ábyrgð á skuldbindingum sínum með öllum eignum sínum. Hann er óháður öllum öðrum lögaðilum og einstaklingum.

7.gr. Stjórn. Stjórn sjóðsins skal skipuð fimm mönnum sem tilnefndir eru til tveggja ára í senn af stjórnum Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH), Félags íslenskra tónlistarmanna (FÍT), Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEF), Sinfóníuhljómsveitar Íslands, og Hörpu, – einn einum frá hverjum aðila og annar öðrum til vara. Stjórnin skiptir með sér verkum og kýs formann sjóðsins, ritara og gjaldkera. Stjórn sjóðsins annast rekstur hans, hefur umsjón með eignum og ber ábyrgð á ávöxtun hans. Heimilt er sjóðsstjórn að semja við utanaðkomandi um að annast vörslu sjóðsins og fjárreiður hans. Jafnframt gerir stjórn áætlanir um tekjur og gjöld sjóðsins.
Nú fellur stjórnarmaður frá, verður ófær um að gegna stjórnarstörfum vegna veikinda eða annarra annmarka eða segir sig frá stjórnarstörfum, og tekur þá varamaður hans sæti í hans stað. og s Sá aðili sem tilnefndi viðkomandi skal þá tilnefna nýjan varamann.

8.gr. Starfssvið og skyldur stjórnar. Stjórn sjóðsins ber ábyrgð á rekstri hans og að framfylgt sé megintilgangi stofnskrár þessarar og einstökum ákvæðum hennar. Stjórnin er að öllu leyti óháð boðvaldi stofnanda. Stjórn sjóðsins heldur utan um rekstur sjóðsins og bókhald. Bókhald sjóðsins skal endurskoðað af löggiltum endurskoðanda. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið, en fyrir fyrsta starfsár skal gerður reikningur frá stofndegi til næst komandi áramóta. Sjóðsstjórn er heimilt að ráða starfslið eða ráðgjafa eftir því sem þörf krefur. Kostnaður vegna starfsemi sjóðsins greiðist úr honum. Stjórn sjóðsins tekur árlega saman skýrslu um starfsemina, sem skal geyma endurskoðaðan ársreikning og skrá um úthlutanir úr sjóðnum. Eintak af skýrslunni skal afhent stjórnum þeirra félaga/stofnana sem tilnefna stjórnarmenn í sjóðinn. Þá skal stjórnin senda Ríkisendurskoðun skýrsluna með ársreikningi fyrir 30. júní ár hvert.

9.gr. Stjórnarfundir. Boða skal til stjórnarfunda með tryggilegum hætti og með 7 daga fyrirvara. Formaður stjórnar stýrir fundum og er talsmaður sjóðsstjórnar. Stjórnarfundur er ályktunarbær ef minnst fimm stjórnarmenn eða varamenn þeirra sækja fund. Afl atkvæða ræður úrslitum á stjórnarfundum. Stjórnarmaður má ekki taka þátt í meðferð einstaks máls ef það málefni sem fyrir liggur til ákvörðunar skiptir hann verulegu máli fjárhagslega eða siðferðislega. Ritari færir fundargerðir stjórnarfunda.

10.gr. Úthlutanir. Stjórn sjóðsins úthlutar styrkjum úr sjóðnum. Úthlutun úr sjóðnum skal að jafnaði fara fram einu sinni á ári. Úthlutað skal til tónlistarmanna eða hópa, með það að markmiði að haldnir skulu skuli að lágmarki tvennir tónleikar árlega í nýju tónlistarhúsi. Tónleikarnir skulu auglýstir í nafni sjóðsins. Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum í dagblöðum eða með öðrum sannanlegum hætti. Í auglýsingu skulu koma fram upplýsingar um tilgang og hlutverk sjóðsins, helstu atriði sem litið er til við mat á umsóknum og hvar umsóknareyðublöð sé að finna. Þá skal tilgreindur umsóknarfrestur og hvenær umsóknir verði afgreiddar. Eingöngu umsóknir er samræmast tilgangi sjóðsins, að mati sjóðsstjórnar, verða teknar til afgreiðslu. Umsóknum skal skilað á umsóknareyðublöðum sjóðsins, þar sem fram koma upplýsingar um umsækjanda og verkefni. Ennfremur er heimilt að binda styrkveitingu úr sjóðnum því skilyrði að Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fái að bjóða fyrrverandi meðlimum Samtaka um tónlistarhús og velunnurum sjóðsins afsláttarkjör á þá tónleika sem sjóðurinn styrkir. Verði rekstrarafgangur af framangreindum tónleikum rennur hann til sjóðsins. Nú verður ekki af styrktum tónleikum og fellur þá styrkloforð niður. Hafi styrkur verið greiddur að hluta ber styrkþega að endurgreiða hann, ásamt vöxtum sem skulu jafnháir almennum sparisjóðsvöxtum í landinu.

11.gr. Breyting á skipulagsskrá. Stjórn sjóðsins getur breytt skipulagsskrá þessari með samþykkt 4/5 hluta stjórnar Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, og að fengnu samþykki sýslumannsins á Sauðárkróki.

12.gr. Slit sjóðsins. Með sömu skilyrðum og greinir í 11. gr. má leggja sjóðinn niður. Verði sjóðurinn lagður niður skulu eignir hans skiptast jafnt milli Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Tónlistardeildar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands.

13.gr. Reikningar. Stjórn sjóðsins skal ganga frá reikningum stofnunarinnar fyrir 1. júní ár hvert. Þeir skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda sem stjórn stofnunarinnar ræður til eins árs í senn.

14.gr. Reikningshald. Um reikningshald fer eftir lögum nr. 19/1988 um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá.

15.gr. Staðfesting. Leita skal eftir staðfestingu sýslumannsins á Sauðárkróki á skipulagsskrá þessari.

Reykjavík, 6. júní 2011.

Í stjórn Samtaka um tónlistarhús:
Stefán P. Eggertsson
Vernharður Linnet
Björn Th. Árnason
Margrét Bóasdóttir
Jóhann Baldvinsson
Egill Ólafsson
Ásgeir H. Steingrímsson
Sigurður Nordal
Rósa Hrund Guðmundsdóttir

Skipulagsskrá þessi staðfestist hér með samkvæmt lögum um sjóði og stofnanir sem starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, nr. 19/1988.
Sýslumaðurinn á Sauðárkróki, 2011.