Úthlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúar 2021

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns
fór fram föstudaginn 17. júlí.

Alls bárust 33 umsóknir og veittir voru 16 styrkir til tónleikahalds á næstu 6 mánuðum.
Þetta var sérstök úthlutun sjóðsins til að styðja tónleikahald í Hörpu og tónlistarfólk á þessum erfiðu tímum vegna kóróunveirunnar.

Ólafur Arnalds
Ólafur flytur efni af nýrri plötu, ásamt strengjakvartett og fleiri hljóðfæraleikurum
Tónleikar í Eldborg í nóvember 2020
Dægurflugan / Einar Ólafur Speight
Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson
Einsöngvarar, kór og hljómsveit. Stjórnandi: Petri Sakari
Tónleikar í Eldborg í nóvember 2020
Guja Sandholt í samvinnu við Óperudaga í Reykjavík
Óperan Fidelio eftir Ludwig v. Beethoven
Einsöngvarar og 7 manna hljómsveit
Leikstjóri Bjarni Thor   Kristinsson
Haukur Gröndal
“Jólasaga Bergrúnar” Tónlist Hauks Gröndal við bók og myndskreytingar Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur.
Útgáfutónleikar í Norðurljósum fyrir alla fjölskylduna í desember
Haukur Tómasson“Niður þytur brak.”
Í tilefni af sextugsafmæli Hauks Tómassonar, tónskálds.
Kammertónlist, frumflutningur og fyrsti flutningur á Íslandi.Tónleikar í september í Norðurljósum.
Ísak Ríkharðsson
“Ballett á tunglinu.” Frumflutingur á Íslandi á píanótríóum eftir Daníel Bjarnason og Alois Zimmermann.
Tónleikar í janúar 2021 í Kaldalóni
Ólöf Sigursveinsdóttir
Ólöf Sigursveinsdóttir, selló og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó
Einleikur og dúó eftir Beethoven, Grieg, Schubert og Jón Nordal
Tónleikar í Norðurljósum í nóvember 2020
Óskar Guðjónsson
Kvartettinn MOVE flytur nýja jazztónlist
Tónleikar í Kaldalóni í október 2020
Pétur Björnsson
Pétur Björnsson, fiðla og Elena Postumi, píanó flytja efnisskrána “Frá síðrómantík til nútíma
Tónleikar í Norðurljósum í nóvember 2020
Stephan Stephensen
Les Aventures de President Bongo
Frumsýning og tónlistargjörningur við myndina “Just a closer Walk with Thee eftir Matthew Barney &President Bongo, ásamt 11 manna hljómsveit.
Tónleikar í Kaldalóni í október 2020
Hið íslenska gítartríó
Svanur Vilbergsson, Þórarinn Sigurbergsson og Þröstur Þorbjörnsson
Efnisskrá með íslenskum verkum sem samin hafa verið fyrir tríóið
Tónleikar í Norðurljósum í janúar 2021
Sigrún Harðardóttir og Cauda Collective
“Djöflaterta”, kammermúsík eftir Arvo Pärt, George Crumb, Þorstein Hauksson og ingibjörgu Friðriksdóttur
Tónleikar í Norðurljósum í desember 2020
Sigurður Flosason og jazzkvartett.
„Gamli staðurinn – Den gamle Sted“
Frumflutningur dagskrár með lögum Sigurðar við ljóð dönsku jazzsöngkonunnar Cathrine Legardh sem flytur sönglögin.
Tónleikar í Kaldalóni í nóvember 2020.
Sólfinna ehf – Sunna Gunnlaugsdóttir
Freyjufest – alþjóðleg 2ja daga jazzhátíð þar sem konur eru í forgrunni
Tónleikar í Kaldalóni og Flóa í janúar 2021
Viktoría Sigurðardóttir
Síðustu fimm árin – “The last five years”
Söngleikur fyrir 2 leikara og 3 hljóðfæraleikara.
Tónleikar í Kaldalóni í nóvember 2020.