Styrkir til tónleikahalds árið 2021 verða auglýstir í mars.

Vegna kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, í samráði við forstjóra Hörpu, að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds á árinu 2021, fyrr en í mars.  Enn er 24 styrktum verkefnum fyrir síðasta ár, ólokið.  Það er von okkar að þau geti nú farið að raungerast og Harpa geti aftur iðað af lífi og tónlist.

Tónlistarkveðja frá stjórn sjóðsins.