Ruth Hermanns, fiðluleikari

Saga Ruthar Hermanns fiðluleikara

Hér á heimasíðu styrktarsjóðsins, í dálknum UM SJÓÐINN, er nú hægt að lesa æviágrip Ruthar Hermanns, fiðluleikara sem Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og fyrrum nemandi Ruthar skráði í mars 2022. Ruth Hermanns arfleiddi Samtök um byggingu tónlistarhúss að öllum eigum sínum árið 1997. Arfurinn er um helmingur þess höfuðstóls sem er að baki Styrktarsjóðs samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns. Stjórn …

Úthlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu á árinu 2022

úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 17. desember 2021.  Alls bárust 40 umsóknir. Styrkþegar voru 18 og heildarupphæð styrkja kr. 6,7 milljónir. Þessi hlutu styrk til tónleikahalds í Hörpu á árinu 2022. Barokkhópurinn Brák „Tvær hliðar“ Tónleikar með barokktónlist og frumflutningi tónverka eftir Bergrúnu Snæbjörnsdóttur, Kristin Smára Kristinsson og Þráin Hjálmarsson Camerarctica Tónleikar í …

Úthlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu á árinu 2021

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 30. apríl. Alls bárust 24 umsóknir. Styrkþegar voru 15 og heildarupphæð styrkja kr. 5.9 milljónir. Þessi hlutu styrk til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu maí til desember 2021. Af særingu og seið – frumsamin tónlist, íslensk þjóðlög og textar m.a úr Eddukvæðum Tónlistarhópurinn Umbra: Arngerður María Árnadóttir, Alexandra …

Umsóknarfresti lokið.

Umsóknarfrestur um styrki til tónleikahalds í Hörpu til ársloka 2021 rann út 12. apríl. Alls bárust 24 umsóknir. Tilkynnt verður um úthlutun 30. apríl.

Styrkir til tónleikahalds árið 2021 verða auglýstir í mars.

Vegna kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, í samráði við forstjóra Hörpu, að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds á árinu 2021, fyrr en í mars.  Enn er 24 styrktum verkefnum fyrir síðasta ár, ólokið.  Það er von okkar að þau geti nú farið að raungerast og Harpa geti aftur iðað af lífi og …

Úthlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúar 2021

Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram föstudaginn 17. júlí. Alls bárust 33 umsóknir og veittir voru 16 styrkir til tónleikahalds á næstu 6 mánuðum. Þetta var sérstök úthlutun sjóðsins til að styðja tónleikahald í Hörpu og tónlistarfólk á þessum erfiðu tímum vegna kóróunveirunnar. Ólafur Arnalds Ólafur flytur efni af nýrri plötu, ásamt strengjakvartett og …

Umsóknarfresti lauk 1. júlí 2020

Umsóknarfrestur til að sækja um í sérstaka úthlutun Styrktarsjóðs samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns rann út á miðnætti 1. júlí 2020. Alls bárust 33 umsóknir. Stjórn sjóðsins þakkar fyrir svo góð viðbrögð við þessari úthlutun til verkefna í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúarloka 2021. Tilkynnt verður um styrkþega um miðjan júlí.