Ruth Hermanns, fiðluleikari

Saga Ruthar Hermanns fiðluleikara

Hér á heimasíðu styrktarsjóðsins, í dálknum UM SJÓÐINN, er nú hægt að lesa æviágrip Ruthar Hermanns, fiðluleikara sem Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og fyrrum nemandi Ruthar skráði í mars 2022.
Ruth Hermanns arfleiddi Samtök um byggingu tónlistarhúss að öllum eigum sínum árið 1997. Arfurinn er um helmingur þess höfuðstóls sem er að baki Styrktarsjóðs samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns.

Stjórn sjóðsins þakkar Rut Ingólfsdóttur fyrir hennar mikilvæga framlag til að heiðra minningu Ruthar Hermanns.