Úthlutun styrkja til tónleikahalds á árinu 2023

  1. úthlutun úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 19. desember 2022 í Háuloftum

Við þetta tækifæri var einnig kynnt saga þýska fiðluleikarans Ruthar Hermanns sem Rut Ingólfsdóttir, fiðluleikari og fyrrum nemandi Ruthar hefur skráð.  Ruth Hermanns arfleiddi Samtök um byggingu tónlistarhúss að öllum eigum sínum og mynda þær stóran hluta höfuðstóls sjóðsins. Mynd af Ruth og æviágrip hennar er nú er aðgengileg á heimasíðu sjóðsins.

Alls bárust 40 umsóknir um styrki til að halda tónleika í Hörpu á árinu 2023.
Sjóðurinn styrkti 13 verkefni og er heildarupphæð styrkja kr. 4.750.000

Styrkþegar fyrir árið 2023

Modern Age Ophelia – tónleikar í Björtuloftum
Anna Sóley Ásmundsdóttir, jazztónlistarkona  flytur eigin tónlist ásamt hljóðfæraleikurum

Píanóhátíð Íslands – einleikstónleikar í Norðurljósum
Andrew J, Yang, píanóleikari

Milano Brutal – tónleikar í Norðurljósum
Atli Ingólfsson tónskáld ásamt Caput hópnum flytur eigin tónlist og félaga sinna frá námsárum í Mílanó í tilefni af sextugsafmæli sínu.

Spuni og sónata – einleikstónleikar í Norðurljósum
Geirþrúður Anna Guðmundsdóttir, selló

Austanvindar – tónleikar í Norðurljósum
Hulda Jónsdóttir, fiðla og Mathias Halvorsen, píanó

Svar við bréfi Helgu – kvikmyndatónlist í Norðurljósum
Kristín Anna Valtýsdóttir ásamt hljóðfæraleikrum flytur tónlist úr kvikmyndinni Svar við bréfi Helgu.
Útgáfufyrirtækið Sono Luminus gefur tónlistina út.

Lúðrasveit Hafnarfjarðar – tónleikar í Eldborg
Frumflutningur nýs verks ásamt þekktri lúðrasveitartónlist.
Stjórnandi: Rúnar Óskarsson

Seigla, tónlistarhátíð – tónleikar í sölum Hörpu
Schumann félagið, listrænn stjórnandi: Erna Vala Arnardóttir

Myrkir músíkdagar – viðburðir í Hörpu 2023

Listvinafélagið í Reykjavík – viðburðir í Hörpu 2023

Kammersveit Reykjavíkur – viðburðir í Hörpu 2023

Stórsveit Reykjavíkur – viðburðir í Hörpu 2023

Jazzklúbburinn Múlinn – viðburðir í Hörpu 2023