Vegna kórónuveirufaraldursins ákvað stjórn Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, í samráði við forstjóra Hörpu, að auglýsa ekki eftir umsóknum um styrki til tónleikahalds á árinu 2021, fyrr en í mars. Enn er 24 styrktum verkefnum fyrir síðasta ár, ólokið. Það er von okkar að þau geti nú farið að raungerast og Harpa geti aftur iðað af lífi og …
Úthlutun styrkja til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúar 2021
Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram föstudaginn 17. júlí. Alls bárust 33 umsóknir og veittir voru 16 styrkir til tónleikahalds á næstu 6 mánuðum. Þetta var sérstök úthlutun sjóðsins til að styðja tónleikahald í Hörpu og tónlistarfólk á þessum erfiðu tímum vegna kóróunveirunnar. Ólafur Arnalds Ólafur flytur efni af nýrri plötu, ásamt strengjakvartett og …
Umsóknarfresti lauk 1. júlí 2020
Umsóknarfrestur til að sækja um í sérstaka úthlutun Styrktarsjóðs samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns rann út á miðnætti 1. júlí 2020. Alls bárust 33 umsóknir. Stjórn sjóðsins þakkar fyrir svo góð viðbrögð við þessari úthlutun til verkefna í Hörpu á tímabilinu ágúst 2020 til janúarloka 2021. Tilkynnt verður um styrkþega um miðjan júlí.
- Page 2 of 2
- 1
- 2