Úthlutun styrkja úr Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns
fór fram föstudaginn 17. júlí.
Alls bárust 33 umsóknir og veittir voru 16 styrkir til tónleikahalds á næstu 6 mánuðum.
Þetta var sérstök úthlutun sjóðsins til að styðja tónleikahald í Hörpu og tónlistarfólk á þessum erfiðu tímum vegna kóróunveirunnar.
Ólafur Arnalds Ólafur flytur efni af nýrri plötu, ásamt strengjakvartett og fleiri hljóðfæraleikurum Tónleikar í Eldborg í nóvember 2020 |
Dægurflugan / Einar Ólafur Speight Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson Einsöngvarar, kór og hljómsveit. Stjórnandi: Petri Sakari Tónleikar í Eldborg í nóvember 2020 |
Guja Sandholt í samvinnu við Óperudaga í Reykjavík Óperan Fidelio eftir Ludwig v. Beethoven Einsöngvarar og 7 manna hljómsveit Leikstjóri Bjarni Thor Kristinsson |
Haukur Gröndal “Jólasaga Bergrúnar” Tónlist Hauks Gröndal við bók og myndskreytingar Bergrúnar Írisar Sævarsdóttur. Útgáfutónleikar í Norðurljósum fyrir alla fjölskylduna í desember |
Haukur Tómasson“Niður þytur brak.” Í tilefni af sextugsafmæli Hauks Tómassonar, tónskálds. Kammertónlist, frumflutningur og fyrsti flutningur á Íslandi.Tónleikar í september í Norðurljósum. |
Ísak Ríkharðsson “Ballett á tunglinu.” Frumflutingur á Íslandi á píanótríóum eftir Daníel Bjarnason og Alois Zimmermann. Tónleikar í janúar 2021 í Kaldalóni |
Ólöf Sigursveinsdóttir Ólöf Sigursveinsdóttir, selló og Þorsteinn Gauti Sigurðsson, píanó Einleikur og dúó eftir Beethoven, Grieg, Schubert og Jón Nordal Tónleikar í Norðurljósum í nóvember 2020 |
Óskar Guðjónsson Kvartettinn MOVE flytur nýja jazztónlist Tónleikar í Kaldalóni í október 2020 |
Pétur Björnsson Pétur Björnsson, fiðla og Elena Postumi, píanó flytja efnisskrána “Frá síðrómantík til nútíma Tónleikar í Norðurljósum í nóvember 2020 |
Stephan Stephensen Les Aventures de President Bongo Frumsýning og tónlistargjörningur við myndina “Just a closer Walk with Thee eftir Matthew Barney &President Bongo, ásamt 11 manna hljómsveit. Tónleikar í Kaldalóni í október 2020 |
Hið íslenska gítartríó Svanur Vilbergsson, Þórarinn Sigurbergsson og Þröstur Þorbjörnsson Efnisskrá með íslenskum verkum sem samin hafa verið fyrir tríóið Tónleikar í Norðurljósum í janúar 2021 |
Sigrún Harðardóttir og Cauda Collective “Djöflaterta”, kammermúsík eftir Arvo Pärt, George Crumb, Þorstein Hauksson og ingibjörgu Friðriksdóttur Tónleikar í Norðurljósum í desember 2020 |
Sigurður Flosason og jazzkvartett. „Gamli staðurinn – Den gamle Sted“ Frumflutningur dagskrár með lögum Sigurðar við ljóð dönsku jazzsöngkonunnar Cathrine Legardh sem flytur sönglögin. Tónleikar í Kaldalóni í nóvember 2020. |
Sólfinna ehf – Sunna Gunnlaugsdóttir Freyjufest – alþjóðleg 2ja daga jazzhátíð þar sem konur eru í forgrunni Tónleikar í Kaldalóni og Flóa í janúar 2021 |
Viktoría Sigurðardóttir Síðustu fimm árin – “The last five years” Söngleikur fyrir 2 leikara og 3 hljóðfæraleikara. Tónleikar í Kaldalóni í nóvember 2020. |