Úthlutun í desember 2023

Úthlutun styrkja til tónleikahalds á árinu 2024

14. úthlutun úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns fór fram 8. desember 2023 í Háuloftum.

Alls bárust 59 umsóknir um styrki til tónleikahalds í sölum Hörpu árið 2024.

Sjóðurinn styrkti 15 verkefni og heildarupphæð styrkja var kr. 5.000.000.-

Styrkþegar fyrir árið 2024

Tumi fer til tunglsins – frumflutningur í Norðurljósum á Barnamenningarhátíð
Tónlistarævintýri fyrir einsöngvara, barnakór, hljómsveit og sögumann.
Höfundur tónlistar og texta: Jóhann G. Jóhannsson.

Klarinett og píanó – tónleikar í Norðurljósum
Rúnar Óskarsson klarinett og Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó
Verk eftir norræn tónskáld og Johannes Brahms

JÓT jazztríó – tónleikar í Kaldalóni
Óskar Guðjónsson, Jorgy Rossy og Thomas Morgan flytja eigin verk og útsetningar.

Kordó kvartettinn – tónleikar í Norðurljósum
Verk eftir Beethoven, Schubert og frumflutningur verks eftir Hauk Tómasson

Vis-á-vis – tónleikar í Norðurljósum
Tónlistarhópurinn Adapter flytur verk eftir John Cage, Toru Takemitzu og eigin verk.

Megas heiðraður – tónleikar í Eldborg
Listrænn stjórnandi: Þórður Magnússon
Heiðurstónleikar þar sem lög Megasar hljóma í nýjum útsetningum og flutningi fjölbreyttra flytjenda.

Freyjufest 2024
Listrænn stjórnandi: Sunna Gunnlaugsdóttir
Jazzhátíð þar sem kvenflytjendur eru í forgrunni

Óperudagar 2024
Listrænn stjórnandi: Guja Sandholt
Lokahátíð Óperudaga fer fram í Hörpu í lok október.

Reykjavík Early Music Festival
Listrænn stjórnandi: Elfa Rún Kristinsdóttir
Ný alþjóðleg barokktónlistarhátíð haldin í lok mars 2024

Seigla 2024
Listrænn stjórnandi: Erna Vala Arnardóttir
Tónlistarhátíð í byrjun ágúst, á vegum hins Íslenska Schumann-félags
Áhersla er lögð á tónlistarupplifun og að brjóta upp hefðir.

Myrkir Músíkdagar 2024
Tónlistarhátíð í lok janúar, á vegum Tónskáldafélags Íslands.
Megin áhersla er að kynna íslenska samtímatónlist

Jazzklúbburinn Múlinn
Tónleikadagskrá í Björtuloftum árið 2024

Kammersveit Reykjavíkur
Tónleikaröð á 50 ára afmælisári 2024

Listvinafélagið í Reykjavík
Tónleikadagskrá árið 2024

Stórsveit Reykjavíkur
Tónleikadagskrá 2024 með sérstakri áherslu á barnastarf.