Styrktarsjóður Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns auglýsir eftir umsóknum um styrki í sjóðinn.
Þessi úthlutun er ætluð til að styrkja tónlistarfólk og hópa til tónleikahalds í Hörpu á tímabilinu 1. ágúst til 31. janúar 2021.
Umsóknarfrestur er til kl. 24.00 miðvikudaginn 1. júlí 2020.
Tilkynnt verður um úthlutun 15. júlí.
Umsóknarferli fyrir tónlistarverkefni í Hörpu árið 2021 verður auglýst í október.