Níunda úthlutun Styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns

Níunda úthlutun styrktarsjóðs Samtaka um tónlistarhús og Ruthar Hermanns, fór fram

16. desember 2019 í Björtuloftum Hörpu.

Úthlutað var styrkjum til tónleikahalds í Hörpu fyrir árið 2020, alls að upphæð kr. 6.900.000.-

Umsóknir voru alls 31, og úthlutað var til 16 verkefna.

 

Styrkþegar ársins eru:

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó

Ljóðatónleikar og myndbandsverk í Norðurljósum
Efnisskrá m.a. ljóðaflokkurinn Apparition e. George Crumb og frumflutt ljóð eftir Þuríði Jónsdóttur

 

Árni Heimir Ingólfsson, piano, Ari Vilhjálmsson, fiðla, o.fl.
Klassískir kammertónleikar Norðurljósum með verkum eftir hinsegin tónskáld í á Hinsegin dögum

 

Kammersveitin Elja  Stjórnandi: Bjarni Frímann Bjarnason

Jólatónleikar í Norðurljósum

Efnisskrá m.a. frumflutningur verks eftir C.Balvig og 7. sinfónía Beethovens.

 

Eva Þyrí Hilmarsdóttir, pianoleikari, Jónas Ingimundarson og fleiri pianoleikarar og söngvarar

Draumalandið, söngveisla með íslenska einsöngslaginu í Eldborg

 

Guido Bäumer, saxófónn og Aladar Rácz, piano, Duo Ultima

Dances and Delight, tónlist fyrir saxófón og piano

 

Gyða Valtýsdóttir ásamt fjölda tónlistarmanna

Epicycle I & II, útgáfutónleikar í Norðurljósum

 

Halldór Smárason, tónskáld

Útgáfutónleikar í Kaldalóni, flytjendur m.a. Strokkvartettinn Siggi, Gunnlaugur BJörnsson, gítar.

 

Ingi Bjarni Skúlason, tónskáld ásamt kvintett.

Tenging, tónleikar í Kaldalóni með nýjum verkum og efnisskrá af plötunni Tenging

 

Leifur Gunnarsson tónskáld og bassaleikari ásamt Sunnu Gunnlaugsdóttur, piano og Ingibjörgu Fríðu Helgadóttur, söngkonu.

Jazz er hrekkur – tónlistardagskrá í Kaldalóni fyrir alla fjölskylduna. Lögin eru tengd Hrekkjavöku.

 

Sinfóníuhljómsveit áhugamanna – Páll Einarsson og Oliver Kentish

30 ára afmælistónleikar í Eldborg með fjölbreyttri dagskrá. Einleikarar verða sigurvegarar Nótunnar og kórar syngja með hljómsveitinni.

Saga Borgarættarinnar – Gunnarsstofnun á Skriðuklaustri

Tónleikar í Eldborg með nýrri tónlist við bíómyndina, eftir Þórð Magnússon.

Sinfóníuhljómsveit Norðurlands leikur. Stjórnandi: Petri Sakari.

 

Töframáttur triosins

Sólveig Steinþórsdóttir, fiðla, Geirþrúður  Anna Guðmundsdóttir, selló, Jane Ade Sutarjo, piano.

Tónleikar í Norðurljósum með efnisskrá eftir Hafliða Hallgrímsson, Beethoven og Mendelssohn.

 

Pétur Grétarsson og Brynhildur Guðjónsdóttir

Dagskrá í Kaldalóni með Völuspá, tónlist Péturs og spuna flytjenda

 

Jazzklúbburinn Múlinn – tónleikadagskrá ársins 2020

Kammersveit Reykjavíkur – tónleikadagskrá ársins 2020

Stórsveit Reykjavíkur – tónleikardagskrá ársins 2020