Styrktarsjóður Samtaka

um tónlistarhús og

Ruthar Hermanns

Hörpu, Austurbakka 2,

101 Reykjavík

Kt: 620312-0530
Hafðu samband
 
Ljósmyndir: Nic Lehoux

SOLAR 5

 

Journey to the Center of Sound

Hvísl sólar........ eða óp atóms ?

SOLAR 5 ferðast í gegnum fimm margslungna og síbreytilega hljóð- og myndheima sem skapa ferðalag frá hinu stærsta til hins smæsta. Áheyrendur eru umluktir bæði hljóði og mynd og geta fært sig að vild um salinn á meðan á ferðalaginu að iðrum hljóðsins stendur. Að ferðinni lokinni er skilin eftir slóð hreyfimynda og hljóða sem viðstaddir geta sjálfir haft áhrif á með bæði snertingu og hreyfingu. Verkið er innblásið af glerhjúpi Hörpu sem byggir á svonefndum - quasicrystals -, tiltölulega nýuppgvötuðu náttúrufyrirbrigði, sem eru form fimmfaldrar speglunar. Vísindamaðurinn Dan Shechtman hlaut nóbelsverðlaunin í efnafræði árið 2011 fyrir uppgötvunina.

 

SOLAR 5 er flutt tvisvar sinnum í Silfurbergi, sunnudaginn 17.nóvember 2013, kl. 17 og kl. 21 og tekur hvor sýning tæpa klukkustund. Hægt er að dvelja í salnum í kjölfarið, í allt að klukkustund og taka þátt í að móta og breyta hljóð- og myndheiminum, sem sýningin skilur eftir í rýminu.


Höfundar og flytjendur:

  • Hugi Guðmundsson
  • Sverrir Guðjónsson
  • Matthías Hemstock
  • Hilmar Jensson
  • Joshue Ott

Sjá nánar á vef Hörpu