Styrktarsjóður Samtaka

um tónlistarhús og

Ruthar Hermanns

Hörpu, Austurbakka 2,

101 Reykjavík

Kt: 620312-0530
Hafðu samband
 
Ljósmyndir: Nic Lehoux

Þriðja úthlutun úr Styrktarsjóði samtaka um tónlistarhús

 

Afhendingin fór fram í Hörpu 17.10.2013

 

Nýlega var úthlutað í þriðja sinn úr styrktarsjóði SUT/RH í Hörpu

 

Sjóðurinn var stofnaður fyrir það fé sem safnað var um árabil til byggingar tónlistarhúss. Núverandi styrktaraðilar í sjóðnum eru nokkur hundruð og kusu flestir þeir sem styrktu Samtök um tónlistarhús áður að halda áfram að styrkja sjóðinn eftir að honum var breytt í styrktarsjóð sem úthlutar styrkjum árlega til tónleikahalds í Hörpu.

 

Sjóðnum er ætlað að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs og að styðja tónlistarfólk til að koma fram í Hörpu.

Þeir sem hljóta styrk út sjóðnum fyrir árið 2014 eru;

 

Tónlist án landamæra – tónleikar tileinkaðir minningu Karls Sighvatssonar tónlistarmanns

Reykjavík Midsummer Music – alþjóðleg tónlistarhátíð haldin árlega í Hörpu undir listrænni stjórn Víkings Heiðars Ólafssonar.

Jazzhátíð í Reykjavík- undir stjórn Péturs Grétarssonar

Stórsveit Reykjavíkur – tónleikaröð sveitarinnar í Hörpu 

Podium festival 2014- kammertónlistarhátíð haldin í þriðja sinn árið 2014

 

 

Meðfylgjandi ljósmynd tók Hörður Sveinsson.