Styrktarsjóður Samtaka

um tónlistarhús og

Ruthar Hermanns

Hörpu, Austurbakka 2,

101 Reykjavík

Kt: 620312-0530
Hafðu samband
 
Ljósmyndir: Nic Lehoux

Úthlutun styrkja 2012

Þann 4. september var í annað sinn úthlutað styrkjum úr Styrktarsjóði Samtaka um tónlistarhús og Rutar Hermanns, sem stofnaður var með því fjármagni sem styrktaraðilar Samtaka um tónlistarhús söfnuðu um árabil til styrktar byggingu tónlistarhúss. Megin tilgangur sjóðsins er að stuðla að eflingu íslensks tónlistarlífs með að því að veita tónlistarfólki styrki til tónleikahalds í Hörpu.

Í þetta sinn hlutu styrki Hugi Guðmundsson með verkefni sitt; Solar 5, sem byggir m.a. á svokölluðum quasikristöllum sem liggja til grundvallar einingum glerhjúps Ólafs Elíassonar og er innblásið af myndrænum formum. Verkefnið er sérstaklega hugsað með Hörpu í huga og þá möguleika sem húsið hefur upp á að bjóða sem tónlistarhús.

Einnig hlutu styrki Stórsveit Reykjavíkur og Kammermúsikklúbburinn en Stórsveitin hefur nýverið flutt starfsár sitt inn í Hörpu. Sömuleiðis verður Kammermúsikklúbburinn eftirleiðis með tónleikaröð sína í Hörpu.

Einnig var við þetta tækifæri heiðraður fyrrverandi formaður Samtaka um byggingu tónlistarhúss, Egill Ólafsson og honum þakkað farsælt og óeigingjarnt starf í þágu samtakanna um árabil.